Var í símanum og missti af fyrirspurn þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 09:34 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var ekki vel með á nótunum í fyrirspurnatíma á þingi í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook
Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira