Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 14:47 Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars þegar Valur varð valdur að dauða Ragnars bróður síns. Vísir/Magnús Hlynur Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06