Spurt fyrir vin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2019 08:45 Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun