Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 09:40 Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord. JORGEN REE WIIG/EPA Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00