„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. maí 2019 12:20 Forstjóri og mannauðsstjóri HSU fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. vísir/vilhelm Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30