Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:05 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Vísir/Vilhelm Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þúsundir hafa gert kröfu í þrotabú WOW-air þegar enn eru þrír mánuðir þar til kröfulýsingarfrestur rennur út. Skiptastjóri segir markmiðið vera að greiða launakröfur upp að mestu leyti. Hann telur þó ólíklegt að eitthvað komi upp í almennar kröfur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. „Það sem hefur dottið inn hvað mest núna fyrsta mánuðinn eru farmiðakaupendur sem eru með litlar kröfur vegna farmiða sem þeir hafa ekki geta notað og eru að lýsa bótakröfur. Eitthvað er að detta inn af erlendum kröfuhöfum sem WOW hefur verið í viðskiptum við,“ segir Sveinn Andri. Það hafi minna komið inn af kröfum af innlendum kröfuhöfum. „Við höfum við í samstarfi við stéttarfélögin sem eru að lýsa forgangskröfum og lífeyrissjóðina og ég reikna með að það fari allt saman að detta inn bráðum,“ segir Sveinn Andri. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW þegar það varð gjaldþrota en launakröfur eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Sveinn Andri segir að markmiðið sé að reyna greiða launakröfur upp að mestu. „Við reynum að sjá til þess að eignir búsins hrökkvi að mestu leyti fyrir forgangskröfum sem lýst er í búið en það segir maður með fyrirvara um það hvernig eignasalan gengur,“ segir Sveinn Andri en ekki er búið að leggja mat á helstu eignir félagsins. Fyrsti mánuðurinn hafi farið í að ná utan um eignirnar. „Við stefnum að því að vera búnir að selja allar eignir og koma öllum eignum í pening fyrir skiptafundinn í ágúst. Okkar fyrsta mat er það að það sé frekar ólíklegt að það komi eitthvað upp í almennar kröfur en við útilokum ekki neitt,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47