Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 19:45 Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira