Kristianstad verður ekki sænskur meistari fimmta árið í röð. Liðið tapaði fyrir Alingsås í dag, 25-29, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn og er úr leik.
Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad með sjö mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt.
Í þýsku úrvalsdeildinni vann Kiel Erlangen, 21-30. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Kiel er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn frá vegna meiðsla hjá Kiel.
Erlangen er í 10. sæti deildarinnar.
Kristianstad úr leik | Alfreð hafði betur gegn Aðalsteini
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn