Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 07:57 Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Vísir/ap Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“. Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“.
Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17