Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyrir Krasnodar sem gerði 1-1 jafntefli við Rostov í Íslendingaslag í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.
Jón Guðni var einnig í byrjunarliði Krasnodar þegar liðið vann 2-0 sigur á CSKA Moskvu í öðrum Íslendingaslag í síðustu umferð. Krasnodar er í 3. sæti deildarinnar með 47 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Zenit.
Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma hjá Rostov en Ragnar Sigurðsson lék ekki með liðinu í dag. Rostov, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar.
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn PAOK sem vann 0-2 sigur á Giannina í lokaumferð grísku úrvalsdeildarinnar. PAOK var búið að tryggja sér gríska meistaratitilinn.
Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá Larissa sem tapaði 0-3 fyrir Olympiakos á heimavelli. Larissa endaði í 10. sæti af 16 liðum.
Jafnt í Íslendingaslag í Rostov
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn



Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn
