Íslandsmeistarar hafa ekki byrjað verr í sjö ár og það ætti að þýða eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:30 Birkir Már Sævarsson fagnar hér marki sínu í fyrstu umferð. Vísir/Daníel Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í sjö ár sem ná ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum. Þeir þurfa nú að endurskrifa söguna ætli þeir að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valsliðið tapaði 1-0 fyrir KA á Akureyri í gær og slapp með 3-3 jafntefli á móti Víkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Í viðbót við það þá datt Valsliðið einnig út úr 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna Íslandsmeistara sem náðu ekki að vinna leik í tveimur fyrstu umferðunum. KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni fyrir sjö árum og sat í 8. sæti deildarinnar með markatöluna 4-5 eftir tvær umferðir. KR-ingar enduðu síðan í fjórða sæti. Ári áður, sumarið 2011, þá fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks ekkert stig í fyrstu tveimur umferðunum og sátu á botni deildarinnar eftir þessar tvær umferðir með markatöluna 3-7. Blikar enduðu í sjötta sætinu í deildinni um haustið 20 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er Valur fjórtánda Íslandsmeistaraliðið sem nær ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum árið 1977. Það vekur vissulega athygli að engir meistarar sem hafa byrjað svona illa hafa staðið uppi sem Íslandsmeistarar um haustið. Það er því ljóst að Valsmenn geta skrifað söguna takist þeim að reka af sér slyðruorðið og vinna titilinn.Íslandsmeistararlið án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum árið eftir:(Í nútíma fótbolta 1977-2019) Valur 2019 - ??? KR 2012 - 4. sæti í lok móts Breiðablik 2011 - 6. sæti KR 2004 - 6. sæti ÍA 2002 - 5. sæti ÍA 1997 - 2. sæti Fram 1991 - 2. sæti KA 1990 - 8. sæti Valur 1988 - 2. sæti Valur 1986 - 2. sæti Víkingur 1983 - 7. sæti ÍBV 1980 - 6. sæti Valur 1979 - 3. sæti Valur 1977 - 2. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í sjö ár sem ná ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum. Þeir þurfa nú að endurskrifa söguna ætli þeir að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valsliðið tapaði 1-0 fyrir KA á Akureyri í gær og slapp með 3-3 jafntefli á móti Víkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Í viðbót við það þá datt Valsliðið einnig út úr 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna Íslandsmeistara sem náðu ekki að vinna leik í tveimur fyrstu umferðunum. KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni fyrir sjö árum og sat í 8. sæti deildarinnar með markatöluna 4-5 eftir tvær umferðir. KR-ingar enduðu síðan í fjórða sæti. Ári áður, sumarið 2011, þá fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks ekkert stig í fyrstu tveimur umferðunum og sátu á botni deildarinnar eftir þessar tvær umferðir með markatöluna 3-7. Blikar enduðu í sjötta sætinu í deildinni um haustið 20 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er Valur fjórtánda Íslandsmeistaraliðið sem nær ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum árið 1977. Það vekur vissulega athygli að engir meistarar sem hafa byrjað svona illa hafa staðið uppi sem Íslandsmeistarar um haustið. Það er því ljóst að Valsmenn geta skrifað söguna takist þeim að reka af sér slyðruorðið og vinna titilinn.Íslandsmeistararlið án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum árið eftir:(Í nútíma fótbolta 1977-2019) Valur 2019 - ??? KR 2012 - 4. sæti í lok móts Breiðablik 2011 - 6. sæti KR 2004 - 6. sæti ÍA 2002 - 5. sæti ÍA 1997 - 2. sæti Fram 1991 - 2. sæti KA 1990 - 8. sæti Valur 1988 - 2. sæti Valur 1986 - 2. sæti Víkingur 1983 - 7. sæti ÍBV 1980 - 6. sæti Valur 1979 - 3. sæti Valur 1977 - 2. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira