Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Sighvatur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Fyrir fjórtán árum lamaðist Magnús Jóel Jónsson vinstra megin á líkama eftir heilablóðfall. Sérútbúinn hjólastóll veitir Magnúsi nauðsynlegan stuðning, hvort sem hann situr eða stendur. Vísir/Arnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira