Meghan og Harry eignuðust dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 13:43 Meghan og Harry í Lundúnum í mars síðastliðnum. Getty/Karwai Tang Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag. Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag.
Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07
Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12