Lögreglumaður tók við ákæru fyrir hönd síbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 15:12 Lögreglumaður virðist hafa verið boðaður á lögheimili ákærða hér á landi til að taka við ákæru á hendur honum. Vísir/Vilhelm Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér. Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35