Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 20:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mandel Mgan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins. Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“