Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 20:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mandel Mgan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins. Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira