„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 14:45 Skjáskot af heimasíðu hollenska flugfélagsins Transavia. Mynd/Skjáskot Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði. Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði.
Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03