„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 14:45 Skjáskot af heimasíðu hollenska flugfélagsins Transavia. Mynd/Skjáskot Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði. Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði.
Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03