Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Áform Voigt Travel sýna að þörf er á uppbyggingu við flugvöllinn á Akureyri að mati bæjarstjóra. Fréttablaðið/Pjetur Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent