Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Hörður Ægisson skrifar 8. maí 2019 07:15 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent