Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Hörður Ægisson skrifar 8. maí 2019 07:15 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira