Varnarleikur mun ekki skila árangri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 07:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segja tíma til að sækja fram á nýjan leik, nú þegar búið sé að eyða óvissu. Fréttablaðið/anton brink Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins telja mikilvægt að leiða þriðja orkupakkann í lög og telja að önnur málefni ættu að vera í forgrunni almennrar umræðu enda séu það raunverulegar áskoranir sem þjóðin standi frammi fyrir. Fram undan geti verið góðir tímar í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem óvissu tengdri afnámi gjaldeyrishafta, uppgjöri slitabúa föllnu bankanna og vegna kjarasamninga hafi verið aflétt. Þeir sjá mýmörg sóknarfæri og telja það mikilvægustu áskorun næstu tuttugu ára að bæta samkeppnishæfni landsins til að auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar, sem séu forsenda bættra lífskjara. Óhætt er að segja að þriðji orkupakkinn hafi verið fyrirferðarmikill í umræðunni í vetur og sjálfur EES-samningurinn hefur dregist með inn í umræðuna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samningurinn hafi skilað ótvíræðum árangri fyrir íslenskt samfélag og hann eigi því að vera í forgrunni allrar ákvörðunartöku í íslensku atvinnulífi. „EES-samningurinn og markaðsaðgangurinn sem hann veitir íslenskum fyrirtækjum skilar margþættum árangri á hverju einasta ári, í hverri einustu viku og hvern einasta dag. Hann er forsenda útflutningsviðskipta þjóðarinnar í stóra samhenginu. Ég vil ganga svo langt að segja að útflutningshagsmunir, sama hvort það er í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu eða öðrum nýsköpunargreinum, séu grundvallaðir á EES-samningnum og hann verður að vera í forgrunni allrar ákvörðunartöku íslensks atvinnulífs,“ segir Halldór. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til þess að frá innleiðingu EES-samningsins árið 1994, eða fyrir um 25 árum, hafi útflutningur Íslands vaxið um 270 prósent. Vöxturinn hafi hins vegar numið 131 prósenti aldarfjórðunginn fram að 1994. Þá bendir hann á að til þess eins að standa undir óskuldsettum og ásættanlegum hagvexti, 4 prósentum til langs tíma, þurfi að auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar um 1.000 milljarða á næstu 20 árum. Það samsvarar 50 milljörðum á ári í 20 ár. Sigurður segir að stóra myndin sé sú að þriðji orkupakkinn feli ekki í sér nein nýmæli fyrir Ísland. „Það er eingöngu verið að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda og lúta að fjórum þáttum: eftirliti, neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Við fögnum markmiðum um virkari samkeppni á markaðinum. Þessi löggjöf styrkir stöðu kaupenda, bæði atvinnulífs og almennings, gagnvart orkuvinnslu og dreifingu sem er á höndum örfárra fyrirtækja sem eru að miklu leyti í opinberri eigu. Henni er ætlað að veita orkufyrirtækjunum aðhald,“ segir Sigurður. Þar vísar Sigurður til þess að innleiðingu þriðja orkupakkans fylgi auknar valdheimildir Orkustofnunar við framkvæmd raforkueftirlits. Stofnunin fær heimildir til að áminna orkufyrirtækin og leggja á þau stjórnvaldssektir. „Við fögnum því að Orkustofnun fái ríkari heimildir til eftirlits með sérleyfisstarfseminni sem veitir fyrirtækjum sem eru að miklu leyti í opinberri eigu aukið aðhald á markaðinum,“ segir Sigurður. Halldór bætir við að nauðsynlegt sé að hinu opinbera sé veitt aðhald að utan þegar kemur að rekstri orkufyrirtækja. „Orkustofnun fer sannarlega með eftirlit með orkumarkaðinum og þar af leiðandi fylgist hún með því að reglur sem felast í löggjöfinni séu uppfylltar hverju sinni. Það þýðir að hinu opinbera, sem á orkuframleiðsluna og flutningskerfin að mestu leyti, er veitt nauðsynlegt aðhald að utan. Fyrirsjáanleiki og alþjóðlegt stofnanaumhverfi auka tiltrú og traust á íslensku viðskiptalífi og geta skapað tækifæri til áframhaldandi lífskjarasóknar,“ segir Halldór. Hann bætir við að hið sama gildi um annað evrópskt regluverk sem Ísland hefur tekið upp. „Þetta gildir hvort sem um ræðir löggjöf um fjármálaeftirlit, matvælaeftirlit eða önnur mál. Íslensk fyrirtæki sem framleiða vörur fyrir alþjóðamarkað, ekki bara fyrir Evrópumarkað, geta þannig tryggt að vörur þeirra séu gjaldgengar um allan heim þar sem þær uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til framleiðenda í öðrum ríkjum. Um 65 prósent af öllum utanríkisviðskiptum okkar eru inn á EES- og EFTA-svæðið. Þetta er ekki bara mikilvægur markaður, þetta er langmikilvægasti markaðurinn og þannig að það komi skýrt og skorinort fram: íslenskt atvinnulíf tekur skýra afstöðu með frjálsum viðskiptum í opnu hagkerfi,“ segir Halldór. Hann ítrekar að þriðji orkupakkinn snúist í grunninn um aukna samkeppni og þann ávinning sem hún skilar neytendum. „Samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni skapar frekar grundvöll fyrir verðlækkanir en verðhækkanir. Þar sem ríkir einokun höfum við séð umtalsverðar hækkanir en þar sem ríkir samkeppni er verðlagningin mun kvikari. Við sjáum líka að arðsemi fyrirtækja við einokun er hærri en þeirra fyrirtækja sem starfa í samkeppni á raforkumarkaði,“ segir Halldór.Framkvæmdastjórar SA og SI segja önnur mál en þriðja orkupakkann eiga að vera í forgrunni.fréttablaðið/anton brinkMeira tilefni til að ræða fjórða orkupakkannSjáið þið einhverja galla eða einhvern fórnarkostnað fylgja innleiðingu þriðja orkupakkans? „Innleiðing þriðja orkupakkans felur ekki í sér nein nýmæli hér á landi. Það er einungis verið að skerpa á þeim reglum sem þegar gilda. Þar af leiðandi sjáum við ekki að þriðji orkupakkinn muni hafa neikvæð áhrif í för með sér,“ segir Sigurður en bætir við að halda þurfi vel á spöðunum þegar kemur að fjórða orkupakkanum. „Fjórði orkupakkinn, svonefndur vetrarpakki, felur í sér nýmæli ólíkt þriðja orkupakkanum. Hann hefur breiðari skírskotun til umhverfis- og orkunýtnimála og kemur meðal annars inn á orkunýtni bygginga. Þegar talað er um að byggingar losi gróðurhúsalofttegundir er verið að vísa til losunar vegna þeirrar raforku sem knýr starfsemina áfram, sem dæmi má nefna hitun og kælingu bygginga. Þetta er vandamál í öðrum löndum því orkan þar er ekki endurnýjanleg í sama mæli og hér og framleiðsla hennar losar því gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Hér aftur á móti nýtum við endurnýjanlega raforku til að knýja raftæki. Við notum heitt vatn til að hita húsin. Okkar sérstaða umfram suðlægari lönd felst líka í því að við þurfum ekki að kæla húsin. Þegar kemur að fjórða orkupakkanum þarf því sannarlega að halda sérstöðu Íslands til haga,“ segir Sigurður. Hann segir góðar fréttir að utanríkisráðherra hafi lagt stóraukna áherslu á hagsmunagæslu gagnvart Evrópusambandinu á síðustu misserum. „Við væntum þess að hagsmuna Íslands verði gætt og sérstöðu landsins verði haldið til haga þegar kemur að fjórða orkupakkanum,“ segir Sigurður.Hvernig hefur umræðan um þetta mál litið út frá ykkar sjónarhóli? Sigurður segir að umræðan hafi verið góð að því leyti að hún undirstriki að landsmönnum sé ekki sama um auðlindirnar. Hins vegar sé rétt að hafa í huga að nú standi stjórnvöld að mótun orkustefnu. „Sú vinna hófst í fyrra og gera má ráð fyrir að orkustefnan muni líta dagsins ljós í lok þessa árs eða byrjun hins næsta. Það hlýtur að vera hinn eðlilegi vettvangur til að leiða til lykta þau fjölmörgu mál sem hafa verið í umræðunni og lúta meðal annars að nýtingu tiltekinna auðlinda, að útflutningi raforku um sæstreng og fleiri málum,“ segir Sigurður. Andstæðingar þriðja orkupakkans nefna gjarnan sæstreng og þriðja orkupakkann í sömu setningu. Halldór og Sigurður taka fyrir það að málin séu skyld. „Þetta eru tvö lagafrumvörp. Ef þingsályktunartillagan verður samþykkt verða tvö lagafrumvörp tekin upp í beinu framhaldi. Fyrra lagafrumvarpið varðar það að ákvörðun um lagningu sæstrengs verði tekin af Alþingi. Það er gríðarlega mikilvægt og ég hygg að allir Íslendingar geti sameinast um að ákvörðun af þessum toga og stærðargráðu á að vera tekin af Alþingi,“ segir Halldór. Sigurður bætir við að stjórnvöld, án atbeina Alþingis, geti veitt heimild fyrir lagningu sæstrengs eins og lagaramminn er í dag. Því sé innleiðing orkupakkans, og fyrirvarinn um samþykki Alþingis, skref í rétta átt.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir.vísir/vilhelmKúvending hjá ASÍ Alþýðusamband Íslands hefur lagst gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Í umsögn sambandsins um frumvarpið, sem undirrituð er af Drífu Snædal, forseta ASÍ, kemur fram að raforka eigi ekki að vera háð markaðsforsendum eins og gert sé ráð fyrir í orkupökkum Evrópusambandsins.Kom ykkur á óvart að Alþýðusamband Íslands skyldi taka afstöðu gegn samþykkt þriðja orkupakkans? „Auðvitað kemur það okkur á óvart og aftur, sérstaklega ef við skoðum málin út frá sjónarhóli neytenda. Þriðji orkupakkinn, og gerðirnar sem í honum felast, er settur fram til þess að auka samkeppni og styrkja hag neytenda. Orkulöggjöfin styrkir stöðu orkukaupenda, atvinnulífs og almennings, gagnvart orkuvinnslu og dreifingu sem er á höndum örfárra fyrirtækja. Þess vegna kom kúvending í afstöðu Alþýðusambands Íslands frá þeirri stefnu sem sambandið hefur markað undanfarna tæpa tvo áratugi mér á óvart. Það er furðulegt að þriðji orkupakkinn sé tilefni til umskipta hjá ASÍ þegar hann snýst fyrst og fremst um að styrkja eftirlit með því að samkeppnisreglur á orkumarkaði séu í heiðri hafðar. Hér er búið að snúa hlutunum á haus og það eru margir hugsi yfir þessari afstöðu ASÍ,“ segir Halldór. „Ég óttast að rótina megi rekja til andstöðu við það hversu öflugt tæki opið markaðshagkerfi hefur verið við að færa Ísland í átt til frjálsræðis og aukins efnahagslegs styrkleika. Að þetta sé barátta sem snúist um hugmyndafræði, annars vegar hugmyndafræði sósíalisma og hins vegar um hugmyndafræði hins opna frjálsa samfélags þar sem hver er sinnar gæfu smiður,“ bætir hann við.Það er ekkert því til fyrirstöðu að framtíðin verði bjartari ef haldið er rétt á spilunum segja þeir Halldór og Sigurður.fréttablaðið/anton brinkVarnarleikur skilar ekki árangri „Það má segja að nýtt skeið sé runnið upp og lífskjarasamningarnir eiga sannarlega þátt í því. Það hefur algjör viðsnúningur orðið á efnahagsstöðu landsins frá því að við neyddumst til að setja fjármagnshöft fyrir tíu árum til þess að koma í veg fyrir enn dýpri lægð yfir í það núna að eiga meiri eignir erlendis heldur en skuldir, og öflugan gjaldeyrisforða. Hagkerfið var opnað á ný með losun fjármagnshafta. Þetta er gjörbreyting á efnahagslegri stöðu landsins og hún tókst með skýrri stefnu og markvissri eftirfylgni. Hagkerfið er núna að kólna eftir mikið og langt hagvaxtarskeið og það má að einhverju leyti segja að ef Ísland væri heimili væri eignastaðan góð en innkoman þyrfti að vera meiri. Með öðrum orðum þarf að auka verðmætasköpun til að standa undir frekari aukningu lífskjara,“ segir Sigurður en að hans mati er aðild að EES ein forsenda þess að efla samkeppnishæfni landsins enda skapar samningurinn samræmi í starfsumhverfi fyrirtækja á öllu EES-svæðinu. „Samkeppnishæfni er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Fjórar stoðir samkeppnishæfni eru menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi. Nú þegar efnahagur landsins hefur verið réttur við með markvissum aðgerðum þá þarf að ráðast í stórátak í umbótum á þessum fjórum sviðum til að efla samkeppnishæfni Íslands. Við þurfum að efla hana til að auka útflutningsverðmæti og auka þannig verðmætin í samfélaginu. Þannig verður meira til skiptanna því öll skip lyftast á flóði. EES-samningurinn skiptir miklu máli í þessu samhengi. Hann opnar aðgang að mörkuðum en hann gerir meira. Hann tryggir það að hér er svipað regluverk og tíðkast á þessum stóra markaði. Það einfaldar ekki bara fyrirtækjunum lífið heldur líka almenningi,“ segir Sigurður. „Stóru verkefni samfélagsins eru að bæta lífskjör þjóðarinnar. Tíu árum eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu erum við komin í öfundsverða stöðu. Enginn hefði trúað því fyrir 10 árum að Ísland ætti hreina eign í útlöndum á þessum tímapunkti. Það er hins vegar staðan. Varnarleikur til framtíðar mun ekki skila ásættanlegum árangri. Sókn er leiðin fram á við. Sókn í aukna verðmætasköpun sem grundvallar lífskjör okkar í bráð og lengd. Þetta er hið stóra samhengi hlutanna,“ segir Halldór og heldur áfram: „Það er ekkert því til fyrirstöðu að framtíðin verði bjartari, ef rétt er haldið á spilunum, en þeir uppgangstímar sem við höfum upplifað undanfarið ár. Við verðum að nálgast mál á þann hátt að hægt sé að leysa flókin úrlausnarefni. Það átti ekki að vera hægt að ganga frá uppgjöri slitabúa föllnu bankanna. Það átti ekki að vera hægt að afnema gjaldeyrishöft. Það átti ekki að vera hægt að ná utan um óróa á vinnumarkaði sem lífskjarasamningarnir gerðu. Þetta tókst hins vegar allt saman. Ísland er í einstakri aðstöðu til framtíðar til að verða eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar í alþjóðlegu samhengi. En til þess að það gangi eftir verðum við að hafa trú á sjálfum okkur og fyrir lítið land og smáa þjóð er styrkur í samstarfi við aðra. Það er hluti af sterkri sjálfsmynd þjóðar að vera í samstarfi en keppa á sama tíma. Í kapphlaupi vinnur sá sem hleypur hraðast.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins telja mikilvægt að leiða þriðja orkupakkann í lög og telja að önnur málefni ættu að vera í forgrunni almennrar umræðu enda séu það raunverulegar áskoranir sem þjóðin standi frammi fyrir. Fram undan geti verið góðir tímar í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem óvissu tengdri afnámi gjaldeyrishafta, uppgjöri slitabúa föllnu bankanna og vegna kjarasamninga hafi verið aflétt. Þeir sjá mýmörg sóknarfæri og telja það mikilvægustu áskorun næstu tuttugu ára að bæta samkeppnishæfni landsins til að auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar, sem séu forsenda bættra lífskjara. Óhætt er að segja að þriðji orkupakkinn hafi verið fyrirferðarmikill í umræðunni í vetur og sjálfur EES-samningurinn hefur dregist með inn í umræðuna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samningurinn hafi skilað ótvíræðum árangri fyrir íslenskt samfélag og hann eigi því að vera í forgrunni allrar ákvörðunartöku í íslensku atvinnulífi. „EES-samningurinn og markaðsaðgangurinn sem hann veitir íslenskum fyrirtækjum skilar margþættum árangri á hverju einasta ári, í hverri einustu viku og hvern einasta dag. Hann er forsenda útflutningsviðskipta þjóðarinnar í stóra samhenginu. Ég vil ganga svo langt að segja að útflutningshagsmunir, sama hvort það er í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu eða öðrum nýsköpunargreinum, séu grundvallaðir á EES-samningnum og hann verður að vera í forgrunni allrar ákvörðunartöku íslensks atvinnulífs,“ segir Halldór. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til þess að frá innleiðingu EES-samningsins árið 1994, eða fyrir um 25 árum, hafi útflutningur Íslands vaxið um 270 prósent. Vöxturinn hafi hins vegar numið 131 prósenti aldarfjórðunginn fram að 1994. Þá bendir hann á að til þess eins að standa undir óskuldsettum og ásættanlegum hagvexti, 4 prósentum til langs tíma, þurfi að auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar um 1.000 milljarða á næstu 20 árum. Það samsvarar 50 milljörðum á ári í 20 ár. Sigurður segir að stóra myndin sé sú að þriðji orkupakkinn feli ekki í sér nein nýmæli fyrir Ísland. „Það er eingöngu verið að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda og lúta að fjórum þáttum: eftirliti, neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Við fögnum markmiðum um virkari samkeppni á markaðinum. Þessi löggjöf styrkir stöðu kaupenda, bæði atvinnulífs og almennings, gagnvart orkuvinnslu og dreifingu sem er á höndum örfárra fyrirtækja sem eru að miklu leyti í opinberri eigu. Henni er ætlað að veita orkufyrirtækjunum aðhald,“ segir Sigurður. Þar vísar Sigurður til þess að innleiðingu þriðja orkupakkans fylgi auknar valdheimildir Orkustofnunar við framkvæmd raforkueftirlits. Stofnunin fær heimildir til að áminna orkufyrirtækin og leggja á þau stjórnvaldssektir. „Við fögnum því að Orkustofnun fái ríkari heimildir til eftirlits með sérleyfisstarfseminni sem veitir fyrirtækjum sem eru að miklu leyti í opinberri eigu aukið aðhald á markaðinum,“ segir Sigurður. Halldór bætir við að nauðsynlegt sé að hinu opinbera sé veitt aðhald að utan þegar kemur að rekstri orkufyrirtækja. „Orkustofnun fer sannarlega með eftirlit með orkumarkaðinum og þar af leiðandi fylgist hún með því að reglur sem felast í löggjöfinni séu uppfylltar hverju sinni. Það þýðir að hinu opinbera, sem á orkuframleiðsluna og flutningskerfin að mestu leyti, er veitt nauðsynlegt aðhald að utan. Fyrirsjáanleiki og alþjóðlegt stofnanaumhverfi auka tiltrú og traust á íslensku viðskiptalífi og geta skapað tækifæri til áframhaldandi lífskjarasóknar,“ segir Halldór. Hann bætir við að hið sama gildi um annað evrópskt regluverk sem Ísland hefur tekið upp. „Þetta gildir hvort sem um ræðir löggjöf um fjármálaeftirlit, matvælaeftirlit eða önnur mál. Íslensk fyrirtæki sem framleiða vörur fyrir alþjóðamarkað, ekki bara fyrir Evrópumarkað, geta þannig tryggt að vörur þeirra séu gjaldgengar um allan heim þar sem þær uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til framleiðenda í öðrum ríkjum. Um 65 prósent af öllum utanríkisviðskiptum okkar eru inn á EES- og EFTA-svæðið. Þetta er ekki bara mikilvægur markaður, þetta er langmikilvægasti markaðurinn og þannig að það komi skýrt og skorinort fram: íslenskt atvinnulíf tekur skýra afstöðu með frjálsum viðskiptum í opnu hagkerfi,“ segir Halldór. Hann ítrekar að þriðji orkupakkinn snúist í grunninn um aukna samkeppni og þann ávinning sem hún skilar neytendum. „Samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni skapar frekar grundvöll fyrir verðlækkanir en verðhækkanir. Þar sem ríkir einokun höfum við séð umtalsverðar hækkanir en þar sem ríkir samkeppni er verðlagningin mun kvikari. Við sjáum líka að arðsemi fyrirtækja við einokun er hærri en þeirra fyrirtækja sem starfa í samkeppni á raforkumarkaði,“ segir Halldór.Framkvæmdastjórar SA og SI segja önnur mál en þriðja orkupakkann eiga að vera í forgrunni.fréttablaðið/anton brinkMeira tilefni til að ræða fjórða orkupakkannSjáið þið einhverja galla eða einhvern fórnarkostnað fylgja innleiðingu þriðja orkupakkans? „Innleiðing þriðja orkupakkans felur ekki í sér nein nýmæli hér á landi. Það er einungis verið að skerpa á þeim reglum sem þegar gilda. Þar af leiðandi sjáum við ekki að þriðji orkupakkinn muni hafa neikvæð áhrif í för með sér,“ segir Sigurður en bætir við að halda þurfi vel á spöðunum þegar kemur að fjórða orkupakkanum. „Fjórði orkupakkinn, svonefndur vetrarpakki, felur í sér nýmæli ólíkt þriðja orkupakkanum. Hann hefur breiðari skírskotun til umhverfis- og orkunýtnimála og kemur meðal annars inn á orkunýtni bygginga. Þegar talað er um að byggingar losi gróðurhúsalofttegundir er verið að vísa til losunar vegna þeirrar raforku sem knýr starfsemina áfram, sem dæmi má nefna hitun og kælingu bygginga. Þetta er vandamál í öðrum löndum því orkan þar er ekki endurnýjanleg í sama mæli og hér og framleiðsla hennar losar því gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Hér aftur á móti nýtum við endurnýjanlega raforku til að knýja raftæki. Við notum heitt vatn til að hita húsin. Okkar sérstaða umfram suðlægari lönd felst líka í því að við þurfum ekki að kæla húsin. Þegar kemur að fjórða orkupakkanum þarf því sannarlega að halda sérstöðu Íslands til haga,“ segir Sigurður. Hann segir góðar fréttir að utanríkisráðherra hafi lagt stóraukna áherslu á hagsmunagæslu gagnvart Evrópusambandinu á síðustu misserum. „Við væntum þess að hagsmuna Íslands verði gætt og sérstöðu landsins verði haldið til haga þegar kemur að fjórða orkupakkanum,“ segir Sigurður.Hvernig hefur umræðan um þetta mál litið út frá ykkar sjónarhóli? Sigurður segir að umræðan hafi verið góð að því leyti að hún undirstriki að landsmönnum sé ekki sama um auðlindirnar. Hins vegar sé rétt að hafa í huga að nú standi stjórnvöld að mótun orkustefnu. „Sú vinna hófst í fyrra og gera má ráð fyrir að orkustefnan muni líta dagsins ljós í lok þessa árs eða byrjun hins næsta. Það hlýtur að vera hinn eðlilegi vettvangur til að leiða til lykta þau fjölmörgu mál sem hafa verið í umræðunni og lúta meðal annars að nýtingu tiltekinna auðlinda, að útflutningi raforku um sæstreng og fleiri málum,“ segir Sigurður. Andstæðingar þriðja orkupakkans nefna gjarnan sæstreng og þriðja orkupakkann í sömu setningu. Halldór og Sigurður taka fyrir það að málin séu skyld. „Þetta eru tvö lagafrumvörp. Ef þingsályktunartillagan verður samþykkt verða tvö lagafrumvörp tekin upp í beinu framhaldi. Fyrra lagafrumvarpið varðar það að ákvörðun um lagningu sæstrengs verði tekin af Alþingi. Það er gríðarlega mikilvægt og ég hygg að allir Íslendingar geti sameinast um að ákvörðun af þessum toga og stærðargráðu á að vera tekin af Alþingi,“ segir Halldór. Sigurður bætir við að stjórnvöld, án atbeina Alþingis, geti veitt heimild fyrir lagningu sæstrengs eins og lagaramminn er í dag. Því sé innleiðing orkupakkans, og fyrirvarinn um samþykki Alþingis, skref í rétta átt.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir.vísir/vilhelmKúvending hjá ASÍ Alþýðusamband Íslands hefur lagst gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Í umsögn sambandsins um frumvarpið, sem undirrituð er af Drífu Snædal, forseta ASÍ, kemur fram að raforka eigi ekki að vera háð markaðsforsendum eins og gert sé ráð fyrir í orkupökkum Evrópusambandsins.Kom ykkur á óvart að Alþýðusamband Íslands skyldi taka afstöðu gegn samþykkt þriðja orkupakkans? „Auðvitað kemur það okkur á óvart og aftur, sérstaklega ef við skoðum málin út frá sjónarhóli neytenda. Þriðji orkupakkinn, og gerðirnar sem í honum felast, er settur fram til þess að auka samkeppni og styrkja hag neytenda. Orkulöggjöfin styrkir stöðu orkukaupenda, atvinnulífs og almennings, gagnvart orkuvinnslu og dreifingu sem er á höndum örfárra fyrirtækja. Þess vegna kom kúvending í afstöðu Alþýðusambands Íslands frá þeirri stefnu sem sambandið hefur markað undanfarna tæpa tvo áratugi mér á óvart. Það er furðulegt að þriðji orkupakkinn sé tilefni til umskipta hjá ASÍ þegar hann snýst fyrst og fremst um að styrkja eftirlit með því að samkeppnisreglur á orkumarkaði séu í heiðri hafðar. Hér er búið að snúa hlutunum á haus og það eru margir hugsi yfir þessari afstöðu ASÍ,“ segir Halldór. „Ég óttast að rótina megi rekja til andstöðu við það hversu öflugt tæki opið markaðshagkerfi hefur verið við að færa Ísland í átt til frjálsræðis og aukins efnahagslegs styrkleika. Að þetta sé barátta sem snúist um hugmyndafræði, annars vegar hugmyndafræði sósíalisma og hins vegar um hugmyndafræði hins opna frjálsa samfélags þar sem hver er sinnar gæfu smiður,“ bætir hann við.Það er ekkert því til fyrirstöðu að framtíðin verði bjartari ef haldið er rétt á spilunum segja þeir Halldór og Sigurður.fréttablaðið/anton brinkVarnarleikur skilar ekki árangri „Það má segja að nýtt skeið sé runnið upp og lífskjarasamningarnir eiga sannarlega þátt í því. Það hefur algjör viðsnúningur orðið á efnahagsstöðu landsins frá því að við neyddumst til að setja fjármagnshöft fyrir tíu árum til þess að koma í veg fyrir enn dýpri lægð yfir í það núna að eiga meiri eignir erlendis heldur en skuldir, og öflugan gjaldeyrisforða. Hagkerfið var opnað á ný með losun fjármagnshafta. Þetta er gjörbreyting á efnahagslegri stöðu landsins og hún tókst með skýrri stefnu og markvissri eftirfylgni. Hagkerfið er núna að kólna eftir mikið og langt hagvaxtarskeið og það má að einhverju leyti segja að ef Ísland væri heimili væri eignastaðan góð en innkoman þyrfti að vera meiri. Með öðrum orðum þarf að auka verðmætasköpun til að standa undir frekari aukningu lífskjara,“ segir Sigurður en að hans mati er aðild að EES ein forsenda þess að efla samkeppnishæfni landsins enda skapar samningurinn samræmi í starfsumhverfi fyrirtækja á öllu EES-svæðinu. „Samkeppnishæfni er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Fjórar stoðir samkeppnishæfni eru menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi. Nú þegar efnahagur landsins hefur verið réttur við með markvissum aðgerðum þá þarf að ráðast í stórátak í umbótum á þessum fjórum sviðum til að efla samkeppnishæfni Íslands. Við þurfum að efla hana til að auka útflutningsverðmæti og auka þannig verðmætin í samfélaginu. Þannig verður meira til skiptanna því öll skip lyftast á flóði. EES-samningurinn skiptir miklu máli í þessu samhengi. Hann opnar aðgang að mörkuðum en hann gerir meira. Hann tryggir það að hér er svipað regluverk og tíðkast á þessum stóra markaði. Það einfaldar ekki bara fyrirtækjunum lífið heldur líka almenningi,“ segir Sigurður. „Stóru verkefni samfélagsins eru að bæta lífskjör þjóðarinnar. Tíu árum eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu erum við komin í öfundsverða stöðu. Enginn hefði trúað því fyrir 10 árum að Ísland ætti hreina eign í útlöndum á þessum tímapunkti. Það er hins vegar staðan. Varnarleikur til framtíðar mun ekki skila ásættanlegum árangri. Sókn er leiðin fram á við. Sókn í aukna verðmætasköpun sem grundvallar lífskjör okkar í bráð og lengd. Þetta er hið stóra samhengi hlutanna,“ segir Halldór og heldur áfram: „Það er ekkert því til fyrirstöðu að framtíðin verði bjartari, ef rétt er haldið á spilunum, en þeir uppgangstímar sem við höfum upplifað undanfarið ár. Við verðum að nálgast mál á þann hátt að hægt sé að leysa flókin úrlausnarefni. Það átti ekki að vera hægt að ganga frá uppgjöri slitabúa föllnu bankanna. Það átti ekki að vera hægt að afnema gjaldeyrishöft. Það átti ekki að vera hægt að ná utan um óróa á vinnumarkaði sem lífskjarasamningarnir gerðu. Þetta tókst hins vegar allt saman. Ísland er í einstakri aðstöðu til framtíðar til að verða eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar í alþjóðlegu samhengi. En til þess að það gangi eftir verðum við að hafa trú á sjálfum okkur og fyrir lítið land og smáa þjóð er styrkur í samstarfi við aðra. Það er hluti af sterkri sjálfsmynd þjóðar að vera í samstarfi en keppa á sama tíma. Í kapphlaupi vinnur sá sem hleypur hraðast.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira