Enski boltinn

Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool syngja með stuðningsmönnum sínum í leikslok í gær.
Leikmenn Liverpool syngja með stuðningsmönnum sínum í leikslok í gær. Getty/Jan Kruger/Robbie Jay Barratt
Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez.

Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á.

Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið.

B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið.

Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.





Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð.

Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims.

Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.



Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.



Allez, Allez, Allez

We've conquered all of Europe

We're never going to stop

From Paris down to Turkey

We've won the fucking lot

Bob Paisley and Bill Shankly

The fields of Anfield Road

We are loyal supporters

And we come from Liverpool

[Viðlag]

Allez Allez Allez

Allez Allez Allez

Allez Allez Allez

Allez Allez Allez


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×