Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 11:00 Trump í Atlantic-borg árið 1988. Spilavíti hans þar fóru rakleiðis á hausinn. Vísir/Getty Persónulegt tap Donalds Trump Bandaríkjaforseta var svo mikið á árunum 1985 til 1994 að hann þurfti ekki að greiða tekjuskatt í átta af árunum tíu. Alls varð meira en milljarðs dollara tap á rekstri helstu fyrirtækja Trump sem hefur lýst sjálfum sér sem einum klókasta kaupsýslumanni heims. Þetta er á meðal þess sem New York Times segir að komi fram í opinberum skattskjölum Trump fyrir tímabilið og blaðið hefur komist yfir. Skjölin eru ekki skattskýrslur hans sjálfar. Blaðið fékk upplýsingar úr þeim og tókst að finna tölur um Trump í yfirliti bandarísku skattstofunnar (IRS) yfir hátekjufólk sem stemmdu við þær. Í ljós kemur að Trump tapaði meira en 250 milljónum dollara bæði árið 1990 og 1991. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum. Allt frá því í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hefur Trump dregið upp mynd af sér sem sjálfsköpuðum auðjöfri sem hafi náðargáfu í viðskiptum og samningaviðræðum. Hann hefur á sama tíma staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalanga hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur geri það.Trump hefur ítrekað fullyrt að hann hafi sjálfur komist í álnir og án mikillar aðstoðar föður síns. Skattskjöl hafa þvert á móti sýnt að hann erfði hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum.Vísir/EPAUm 143,5 milljarða króna tap á tíu árum Fyrirtæki Trump, spilavíti, hótel og verslunarrými í íbúðarbyggingum, töpuðu tugum milljóna dollara árið 1985 og héldu áfram að skila tapi allt tímabilið. Í varð um 1,17 milljarða dollara tap á rekstri þeirra til 1994. Það er jafnvirði um 143,5 milljarða íslenskra króna. Tapið var svo mikið að Trump gat komist hjá því að greiða tekjuskatt öll árin nema tvö. New York Times segir ekki vitað hvort að skattstofan hafi krafið Trump um skattinn síðar eftir endurskoðun. Lögmaður Trump segir að upplýsingarnar um fjármál forsetans sé „sannanlega rangar“. Umfjöllun blaðsins um skattskýrslur og fyrirtækjarekstur hans séu „afar ónákvæmar“ án þess þó að nefna dæmi um rangfærslur. Fullyrti hann að gögn IRS væru alræmd fyrir að vera ónákvæm og að þau gæfu ekki raunsanna mynd af fjármálum skattgreiðenda. Fyrrverandi yfirmaður rannsókna, greiningar og tölfræði hjá IRS hafnar því og segir gagnagrunn skattayfirvalda þvert á móti afar áreiðanlegan. New York Times segir að heimildarmaður þess hafi geta veitt því upplýsingar um skattgreiðslur Fred Trump, föður forsetans. Þær upplýsingar stemmi nákvæmlega við raunverulegar skattskýrslur hans sem blaðið hefur áður komist yfir.Eitt spilavítanna í Atlantic-borg sem Trump keypti en enduðu í þroti.Vísir/GettyDeilt um skattskýrslur forsetans Frétt New York Times birtist á sama tíma og fjárveitinganefnd Bandaríkjaþings krefst þess að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðninni í gær þrátt fyrir að lög virðist kveða skýrt á um heimild nefndarinnar til að kalla eftir gögnunum. Ljóst þykir að málið eigi eftir að fara fyrir dómstóla. Þá hefur forsetinn höfðað mál gegn fjármálastofnunum sem hann hefur átt í viðskiptum við til að koma í veg fyrir að þær afhendi Bandaríkjaþingi gögn um fjármál hans. Skjölin sem New York Times er með undir höndum eru ekki fyrir sama tímabil og það Bandaríkjaþing vill fá upplýsingar um. Tímabilið einkenndist af mikilli útþenslu viðskiptaveldis Trump og meiriháttar hruni. Forsetinn hefur kennt kreppu á 9. áratugnum um ófarir sínar þá. Blaðið hefur áður fjallað ítarlega um fjármál Trump og fjölskyldu hans. Trump-fjölskyldan hafi beitt vafasömum brögðum til þess að færa auðæfi foreldra Trump forseta til hans og systkina hans án þess að þurfa að greiða erfðaskatt. Sú umfjöllun sýndi fram á að, öfugt við þá ímynd sem Trump hefur sjálfur skapað um að hann hafi sjálfur byggt upp viðskiptaveldi, forsetinn hafi að miklu leyti erft auðæfi sín frá föður sínum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53 Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Persónulegt tap Donalds Trump Bandaríkjaforseta var svo mikið á árunum 1985 til 1994 að hann þurfti ekki að greiða tekjuskatt í átta af árunum tíu. Alls varð meira en milljarðs dollara tap á rekstri helstu fyrirtækja Trump sem hefur lýst sjálfum sér sem einum klókasta kaupsýslumanni heims. Þetta er á meðal þess sem New York Times segir að komi fram í opinberum skattskjölum Trump fyrir tímabilið og blaðið hefur komist yfir. Skjölin eru ekki skattskýrslur hans sjálfar. Blaðið fékk upplýsingar úr þeim og tókst að finna tölur um Trump í yfirliti bandarísku skattstofunnar (IRS) yfir hátekjufólk sem stemmdu við þær. Í ljós kemur að Trump tapaði meira en 250 milljónum dollara bæði árið 1990 og 1991. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum. Allt frá því í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hefur Trump dregið upp mynd af sér sem sjálfsköpuðum auðjöfri sem hafi náðargáfu í viðskiptum og samningaviðræðum. Hann hefur á sama tíma staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalanga hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur geri það.Trump hefur ítrekað fullyrt að hann hafi sjálfur komist í álnir og án mikillar aðstoðar föður síns. Skattskjöl hafa þvert á móti sýnt að hann erfði hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum.Vísir/EPAUm 143,5 milljarða króna tap á tíu árum Fyrirtæki Trump, spilavíti, hótel og verslunarrými í íbúðarbyggingum, töpuðu tugum milljóna dollara árið 1985 og héldu áfram að skila tapi allt tímabilið. Í varð um 1,17 milljarða dollara tap á rekstri þeirra til 1994. Það er jafnvirði um 143,5 milljarða íslenskra króna. Tapið var svo mikið að Trump gat komist hjá því að greiða tekjuskatt öll árin nema tvö. New York Times segir ekki vitað hvort að skattstofan hafi krafið Trump um skattinn síðar eftir endurskoðun. Lögmaður Trump segir að upplýsingarnar um fjármál forsetans sé „sannanlega rangar“. Umfjöllun blaðsins um skattskýrslur og fyrirtækjarekstur hans séu „afar ónákvæmar“ án þess þó að nefna dæmi um rangfærslur. Fullyrti hann að gögn IRS væru alræmd fyrir að vera ónákvæm og að þau gæfu ekki raunsanna mynd af fjármálum skattgreiðenda. Fyrrverandi yfirmaður rannsókna, greiningar og tölfræði hjá IRS hafnar því og segir gagnagrunn skattayfirvalda þvert á móti afar áreiðanlegan. New York Times segir að heimildarmaður þess hafi geta veitt því upplýsingar um skattgreiðslur Fred Trump, föður forsetans. Þær upplýsingar stemmi nákvæmlega við raunverulegar skattskýrslur hans sem blaðið hefur áður komist yfir.Eitt spilavítanna í Atlantic-borg sem Trump keypti en enduðu í þroti.Vísir/GettyDeilt um skattskýrslur forsetans Frétt New York Times birtist á sama tíma og fjárveitinganefnd Bandaríkjaþings krefst þess að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðninni í gær þrátt fyrir að lög virðist kveða skýrt á um heimild nefndarinnar til að kalla eftir gögnunum. Ljóst þykir að málið eigi eftir að fara fyrir dómstóla. Þá hefur forsetinn höfðað mál gegn fjármálastofnunum sem hann hefur átt í viðskiptum við til að koma í veg fyrir að þær afhendi Bandaríkjaþingi gögn um fjármál hans. Skjölin sem New York Times er með undir höndum eru ekki fyrir sama tímabil og það Bandaríkjaþing vill fá upplýsingar um. Tímabilið einkenndist af mikilli útþenslu viðskiptaveldis Trump og meiriháttar hruni. Forsetinn hefur kennt kreppu á 9. áratugnum um ófarir sínar þá. Blaðið hefur áður fjallað ítarlega um fjármál Trump og fjölskyldu hans. Trump-fjölskyldan hafi beitt vafasömum brögðum til þess að færa auðæfi foreldra Trump forseta til hans og systkina hans án þess að þurfa að greiða erfðaskatt. Sú umfjöllun sýndi fram á að, öfugt við þá ímynd sem Trump hefur sjálfur skapað um að hann hafi sjálfur byggt upp viðskiptaveldi, forsetinn hafi að miklu leyti erft auðæfi sín frá föður sínum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53 Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent