Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 20:42 Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka. Vísir/Arion Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“ Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“
Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira