Í bænum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. maí 2019 10:00 Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun