Enski boltinn

Lýsendurnir í Liverpool-útvarpinu misstu sig algjörlega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmennirnir fögnuðu á vellinum og lýsendurnir upp í rjáfri.
Leikmennirnir fögnuðu á vellinum og lýsendurnir upp í rjáfri. Samsett/GettyogYoutube
Liverpool liðið framkallaði sannkallað fótboltakraftaverk þegar liðið vann 4-0 sigur á Barcelona á þriðjudagskvöldið og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð.

Það hafa birst allskonar myndbönd af leikmönnum og áhorfendum fagna þessari frábæru frammistöðu liðsins. Það er líka til skemmtilegt myndband með lýsendunum í Liverpool-útvarpinu.

Steve Hunter og John Aldridge lýstu leiknum á móti Barcelona á Anfield á þriðjudagkvöldið og hér fyrir neðan má hvernig þeir misstu sig algjörlega yfir frammistöðu Liverpool liðsins.





Steve Hunter byrjaði útsendinguna á því að þeir félagar væru að vonast eftir öðru kraftaverki eins og í Istanbul árið 2005 þegar Liverpool liðið lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti AC Milan en kom til baka og vann í vítaspyrnukeppni.  Það varð síðan raunin.

Steve Hunter hefur lýst leikjum fyrir LFC TV frá árinu 2012 en hefur unnið fyrir félagið frá því í október 1999 eða í næstum því tvo áratugi.

John Aldridge lék með Liverpool frá 1987 til 1989 og skoraði þá 63 mörk í 104 leikjum í öllum keppnum. Hann skoraði meðal annars 26 mörk þegar Liverpool varð enskur meistari 1988 og varð einnig bikarmeistari með liðinu vorið 1989.  

Hér fyrir neðan má sjá þá upplifa mörk Liverpool liðsins í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×