Innlent

Norðaustankaldi og kólnandi veður í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það kólnar þó hægar á höfuðborgarsvæðinu en fyrir norðan og austan næstu daga.
Það kólnar þó hægar á höfuðborgarsvæðinu en fyrir norðan og austan næstu daga. Vísir/vilhelm
Í dag má gera ráð fyrir hægri austlægri eða breytilegri átt og fremur hlýju veðri. Síðdegisskúirir sunnan- og vestanlands og þokuloft við austurströndina en léttir til fyrir norðan, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun, frídag verkalýðsins, leggst í norðaustankalda sem dregur mun kaldara loft yfir landið og mun það ástand vara nokkra daga á eftir. Hiti lækkar þannig smám saman, einkum á norðaustanverðu landinu þar sem búast má við éljum annað kvöld.

Annars verður skýjað að mestu á morgun og skúrir víða um land, einkum seinni partinn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar væta N- og A-lands með hita 2 til 7 stig. Annars hæg breytileg átt, skýjað að mestu og stöku síðdegisskúrir með hiti að 14 stigum. 

Á fimmtudag:

Norðaustlæg átt, 8-13 m/s og úrkomulítið, en skúrir eða dálítil rigning SV-lands. Hiti 0 til 7 stig, svalast á NA-landi. 

Á föstudag og laugardag:

Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s skýjað með köflum, en þurrt að kalla. Hiti 2 til 8 stig að deginum. 

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir austan- og suðaustanátt með vætu á S-verðu landinu, en þurrviðri fyrir norðan og heldur hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×