Katrín ræðir allt frá glæpasögum til Brexit við Sturgeon Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 12:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag. Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag.
Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira