Tottenham er í fyrsta skipti í sögu félagsins í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en það byrjaði ekki vel fyrir þá hvítu.
Donny van de Beek skoraði með laglegu skoti eftir að hollensku gestirnir spiluðu sig í gegnum vörn Tottenham. Myndbandsdómgæslan fór yfir markið til að tryggja að engin rangstæða væri á ferðinni, Kieran Trippier spilar van de Beek réttstæðan.
Jan Vertonghen fékk högg á andlitið eftir um hálftíma leik og blæddi mikið úr sárinu. Leikurinn stöðvaðist í nokkurn tíma á meðan Vertonghen fékk aðhlynningu, hann kom inn á aftur en þurfti svo að fá skiptingu örfáum mínútum síðar og kastaði upp.

Tottenham hefur hins vegar ekki verið yfir í hálfleik í einum einasta leik í Meistaradeildinni í vetur svo ekki var öll von úti.
Bæði lið byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en Tottenham tók yfirhöndina í leiknum. Þrátt fyrir fjöldan allan af færum náðu þeir hvítu ekki að skora og leiknum lauk með 1-0 sigri Ajax.
Ajax fer því með sigur og útivallarmark á bakinu inn í seinni leikinn í Hollandi.