Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 16:20 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður rætt á ríkisstjórnarfundi næstkomandi föstudag en stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar. Hún er vongóð um að ná að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Frumvarp til laga um breytingar á fjölmiðlalögum fela í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Í skýrslu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi sem skipuð var í lok árs 2016 kemur fram að rekstur einkarekinna fjölmiðla sé svo erfiður að það gæfi stjórnvöldum tilefni til að stuðla að bættu rekstrarumhverfi þeirra. Fjölmiðlafrumvarpið boðar styrki til fjölmiðla í formi endurgreiðslu á allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Viðtakendur þurfa þó að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga á borð við fjölbreytt og fréttatengt efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi.Segir frumvarpið boða tímamót „Fjölmiðlafrumvarpið boðar tímamót og ég er vongóð um að ná að leggja það fram nú á vorþingi. Stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar hér á landi og því er málið unnið í nánu samstarfi þeirra. Unnið er að því að útfæra eitt tæknilegt atriði sem út af stendur í frumvarpinu en beðið er gagna sem því tengist,“ segir Lilja í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Beðið hafði verið gagna frá fyrirtækjaskrá um fjölda fjölmiðla sem nú eru starfandi. Verið er að uppfæra frumvarpið með hliðsjón af þeim gögnum. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður rætt á ríkisstjórnarfundi næstkomandi föstudag en stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar. Hún er vongóð um að ná að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Frumvarp til laga um breytingar á fjölmiðlalögum fela í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Í skýrslu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi sem skipuð var í lok árs 2016 kemur fram að rekstur einkarekinna fjölmiðla sé svo erfiður að það gæfi stjórnvöldum tilefni til að stuðla að bættu rekstrarumhverfi þeirra. Fjölmiðlafrumvarpið boðar styrki til fjölmiðla í formi endurgreiðslu á allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Viðtakendur þurfa þó að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga á borð við fjölbreytt og fréttatengt efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi.Segir frumvarpið boða tímamót „Fjölmiðlafrumvarpið boðar tímamót og ég er vongóð um að ná að leggja það fram nú á vorþingi. Stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar hér á landi og því er málið unnið í nánu samstarfi þeirra. Unnið er að því að útfæra eitt tæknilegt atriði sem út af stendur í frumvarpinu en beðið er gagna sem því tengist,“ segir Lilja í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Beðið hafði verið gagna frá fyrirtækjaskrá um fjölda fjölmiðla sem nú eru starfandi. Verið er að uppfæra frumvarpið með hliðsjón af þeim gögnum.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45