Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 16:20 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður rætt á ríkisstjórnarfundi næstkomandi föstudag en stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar. Hún er vongóð um að ná að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Frumvarp til laga um breytingar á fjölmiðlalögum fela í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Í skýrslu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi sem skipuð var í lok árs 2016 kemur fram að rekstur einkarekinna fjölmiðla sé svo erfiður að það gæfi stjórnvöldum tilefni til að stuðla að bættu rekstrarumhverfi þeirra. Fjölmiðlafrumvarpið boðar styrki til fjölmiðla í formi endurgreiðslu á allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Viðtakendur þurfa þó að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga á borð við fjölbreytt og fréttatengt efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi.Segir frumvarpið boða tímamót „Fjölmiðlafrumvarpið boðar tímamót og ég er vongóð um að ná að leggja það fram nú á vorþingi. Stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar hér á landi og því er málið unnið í nánu samstarfi þeirra. Unnið er að því að útfæra eitt tæknilegt atriði sem út af stendur í frumvarpinu en beðið er gagna sem því tengist,“ segir Lilja í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Beðið hafði verið gagna frá fyrirtækjaskrá um fjölda fjölmiðla sem nú eru starfandi. Verið er að uppfæra frumvarpið með hliðsjón af þeim gögnum. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður rætt á ríkisstjórnarfundi næstkomandi föstudag en stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar. Hún er vongóð um að ná að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Frumvarp til laga um breytingar á fjölmiðlalögum fela í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Í skýrslu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi sem skipuð var í lok árs 2016 kemur fram að rekstur einkarekinna fjölmiðla sé svo erfiður að það gæfi stjórnvöldum tilefni til að stuðla að bættu rekstrarumhverfi þeirra. Fjölmiðlafrumvarpið boðar styrki til fjölmiðla í formi endurgreiðslu á allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Viðtakendur þurfa þó að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga á borð við fjölbreytt og fréttatengt efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi.Segir frumvarpið boða tímamót „Fjölmiðlafrumvarpið boðar tímamót og ég er vongóð um að ná að leggja það fram nú á vorþingi. Stjórnarflokkarnir telja mikilvægt að breið samstaða ríki um framtíðarskipan fjölmiðlunar hér á landi og því er málið unnið í nánu samstarfi þeirra. Unnið er að því að útfæra eitt tæknilegt atriði sem út af stendur í frumvarpinu en beðið er gagna sem því tengist,“ segir Lilja í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Beðið hafði verið gagna frá fyrirtækjaskrá um fjölda fjölmiðla sem nú eru starfandi. Verið er að uppfæra frumvarpið með hliðsjón af þeim gögnum.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45