Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:00 Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira