Hinn 21 árs Nura Abdullahi, leikmaður ítalska félagsins Roma, hefur neyðst til þess að hætta í fótbolta að læknisráði.
Abdullah er samningsbundinn Roma út 2021 en hann hefur verið að glíma við hjartavandamál og þurfti að hvíla vegna þess í mars 2018.
Roma ætlar að halda Abdullah hjá félaginu út samningstímann, eftir því sem kemur fram í frétt BBC um málið, en þá mun hann sinna störfum í kringum liðið, sem sendiherra eða njósnari eða eitthvað því um líkt.
Abdullah, sem kemur frá Nígeríu, var partur af unglingaliði Roma sem varð Ítalíumeistari árið 2016. Hann var tekinn upp í aðalliðið árið 2017 en átti ekki leik með aðalliðinu.
Hann byrjaði ferilinn í Ítalíu hjá B-liði Spezia árið 2013 en færði sig yfir til unglingaliðs Roma árið 2015.
Neyðist til að hætta í fótbolta 21 árs gamall
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn