Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í hverfi 105 í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti í gær. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvers eðlis brot þeirra eru.
Þá var tilkynnt um tvö innbrot í fyrirtæki í Hafnarfirði annars vegar og Kópavogi hins vegar í gærkvöldi og í nótt. Ekki fengust frekari upplýsingar um málin í dagbók lögreglu.
Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn vegan gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn ökumaðurinn, sem stöðvaður var á þriðja tímanum í nótt í miðbænum, var undir áhrifum beggja og er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.
Þrír handteknir grunaðir um eignaspjöll
Kristín Ólafsdóttir skrifar
