Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 09:27 Frá vettvangi einnar árásarinnar í morgun. Vísir/EPA Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31