Atli Heimir Sveinsson látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:39 Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. vísir/pjetur Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö. Andlát Tónlist Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö.
Andlát Tónlist Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira