Bensínverð ekki verið hærra í fjögur og hálft ár: „Það er meiri samkeppni en áður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir fólk geta sparað hátt í sjötíu þúsund á ári með því að velja vel við hverja er verlsað Vísir/Baldur Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira