Bensínverð ekki verið hærra í fjögur og hálft ár: „Það er meiri samkeppni en áður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir fólk geta sparað hátt í sjötíu þúsund á ári með því að velja vel við hverja er verlsað Vísir/Baldur Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira