Fram er ríkjandi Íslandsmeistari, Valur er deildar- og bikarmeistari. Þessi lið mættust í bikarúrslitunum fyrr á árinu og voru í úrslitaeinvígi síðasta tímabils.
„Ég held þetta verði hörku einvígi. Þessi lið eru búin að spila bæði hörku vel í vetur,“ sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, í skemmtilegu myndbandi frá Olís sem birtist á Facebook í dag.
„Allir leikirnir eru búnir að vera frekar jafnir og hafa tapast bara á síðustu sekúndunum þannig að það er hörku einvígi framundan,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals.
Þær Díana og Karen mættust í skemmtilegum boltaþrautum í Laugardalshöll sem kannski gefur fyrirheit um hvað er í vændum í úrslitaeinvíginu. Útkomuna má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Leikur Vals og Fram er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, hefst útsendingin klukkan 19:00 og leikurinn hálftíma síðar.