Afkomendur Tolkiens afneita nýrri mynd Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2019 11:30 Nicolas Hoult sem JRR Tolkien. IMDB Afkomendur JRR Tolkien hafa afneitað nýrri leikinni kvikmynd um yngri ár þessa breska rithöfundar. Myndin skartar Nicholas Hoult sem Tolkien og á að segja frá því hvar hann fékk innblástur sinn fyrir sögurnar úr Miðagarði, en þekktustu verk Tolkiens eru Hobbitinn og Hringadróttinssaga sem gerast þar. Í dag barst stuttorð yfirlýsing frá dánarbúi Tolkiens og fjölskyldu hans þar sem því er lýst yfir að þau séu alls ekki samþykk myndinni, hafi ekki gefið leyfi fyrir henni og að þau muni ekki á nokkurn hátt lýsa yfir stuðningi við verkefnið. Talsmaður dánarbúsins sagði við breska dagblaðið The Guardian að yfirlýsingunni sé ætla að sýna fram á afstöðu til myndarinnar, fremur en að vera einhverskonar undanfari lögsóknar. Höfundur ævisögunnar Tolkien and the Great War, John Garth, sagði í samtali við Guardian að yfirlýsing dánarbúsins og fjölskyldu Tolkiens væri skiljanleg. Sagði hann að þeir sem riti ævisögur taki sér oft skáldaleyfi til að skerpa á framgangi sögunnar og það eigi við í þessu tilviki. Ef fengist hefði stuðningur frá aðstandendum Tolkiens hefði það veitt skáldskapnum trúverðugleika. Dánarbú Tolkiens hefur varið arfleið hans nokkuð örugglega í gegnum árin. Árið 2011 höfðaði dánarbúið mál vegna skáldsögu þar sem aðalsöguhetjan bar nafn Tolkiens. Það gerðist nokkrum mánuðum eftir að dánarbúið hafði samið við kvikmyndaver um höfundaréttargjöld vegna kvikmynda um Hringadróttinssögu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Afkomendur JRR Tolkien hafa afneitað nýrri leikinni kvikmynd um yngri ár þessa breska rithöfundar. Myndin skartar Nicholas Hoult sem Tolkien og á að segja frá því hvar hann fékk innblástur sinn fyrir sögurnar úr Miðagarði, en þekktustu verk Tolkiens eru Hobbitinn og Hringadróttinssaga sem gerast þar. Í dag barst stuttorð yfirlýsing frá dánarbúi Tolkiens og fjölskyldu hans þar sem því er lýst yfir að þau séu alls ekki samþykk myndinni, hafi ekki gefið leyfi fyrir henni og að þau muni ekki á nokkurn hátt lýsa yfir stuðningi við verkefnið. Talsmaður dánarbúsins sagði við breska dagblaðið The Guardian að yfirlýsingunni sé ætla að sýna fram á afstöðu til myndarinnar, fremur en að vera einhverskonar undanfari lögsóknar. Höfundur ævisögunnar Tolkien and the Great War, John Garth, sagði í samtali við Guardian að yfirlýsing dánarbúsins og fjölskyldu Tolkiens væri skiljanleg. Sagði hann að þeir sem riti ævisögur taki sér oft skáldaleyfi til að skerpa á framgangi sögunnar og það eigi við í þessu tilviki. Ef fengist hefði stuðningur frá aðstandendum Tolkiens hefði það veitt skáldskapnum trúverðugleika. Dánarbú Tolkiens hefur varið arfleið hans nokkuð örugglega í gegnum árin. Árið 2011 höfðaði dánarbúið mál vegna skáldsögu þar sem aðalsöguhetjan bar nafn Tolkiens. Það gerðist nokkrum mánuðum eftir að dánarbúið hafði samið við kvikmyndaver um höfundaréttargjöld vegna kvikmynda um Hringadróttinssögu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein