Tími aðgerða að renna upp hjá iðnaðarmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2019 12:28 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira