Tími aðgerða að renna upp hjá iðnaðarmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2019 12:28 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira