Jajalo hefur undanfarin þrjú tímabil leikið með Grindavík en ákvað að framlengja ekki samning sinn við Grindavík. Því hefur hann verið samningslaus í vetur.
Aron Elí Gíslason mun leika á láni með Magna í sumar, í hans stað gengur Kristijan Jajalo til liðs við KA fyrir Pepsi Max sumarið. Bjóðum Kristijan velkominn í KA og óskum Aroni Elí góðs gengis á Grenivík #LifiFyrirKAhttps://t.co/citbKTqfPbpic.twitter.com/aIgUwm9vlt
— KA (@KAakureyri) April 23, 2019
Hann hefur nú samið við KA en á sama tíma hefur hinn ungi og efnilegi Aron Elí Gíslason gengið í raðir Magna á Grenivík í Inkasso-deildinni. Hann verður á láni hjá þeim út leiktíðina.
Það verða því þeir Jajalo og Aron Dagur Birnuson sem munu berjast við markmansstöðuna hjá KA í sumar en Aron Dagur er fæddur árið 1999.
Reiknar er með því að Aron Dagur verði í markinu er KA spilar gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn á Akranesi.