Höfundurinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:00 Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun