Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 11:21 Greta Thunberg. Vísir/Getty Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Fjölskylda loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni og hótunum frá netverjum. Þetta sagði móðir hinnar sextán ára gömlu Gretu, Malena Ernman, í sænska sjónvarpsþættinum Nyhetsmorgon á TV4 í liðinni viku. Greta hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Þúsundir ungmenna um allan heim hafa farið að fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn sem mótmælt hafa á Austurvelli. Greta sagði í viðtali við fréttastofu BBC í vikunni að hún væri með Asperger sem gerði það að verkum að hún hugsaði út fyrir það sem þykir hefðbundið og ætti auðvelt með að sjá í gegnum lygar fólks. „Ef ég væri eins og allir aðrir, þá hefði ég ekki byrjað á skólaverkfallinu,“ sagði Thunberg við BBC en hún hefur verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.Faðir Gretu, leikarinn Svante, stendur hér með henni.Vísir/EPAGreta neitar að ferðast með flugvélum því slíkur fararmáti er afar mengandi. Fjölskyldan hennar hefur farið að fordæmi hennar og gerðist einnig vegan árið 2016. Hefur fjölskyldan sett upp sólarrafhlöður á heimili sínu, ræktar eigið grænmeti og reynir að fara allar sínar ferðir á hjóli, eða á rafmagnsbíl í neyðartilfellum. Móðir Gretu, Malena Ernman, er gift leikaranum Svante Thunberg og eiga þau saman dæturnar Gretu og Beata. Malena sagði í sænska sjónvarpsþættinum að það erfiðasta við að fá alla þessa gagnrýni og hótanir væri að halda börnum sínum tveimur heilbrigðum og tryggja að allir fái nægan svefn. Malena er óperusöngkona og var meðal annars fulltrúi Svía í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Á meðan Malena leikur í söngleiknum Så som i himmelen er Svante með Gretu á meðan hún breiðir út boðskapnum um aðgerðir í þágu loftslagsmála.
Eurovision Loftslagsmál Svíþjóð Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira