Formenn sáttir við þátttöku í atkvæðagreiðslum um samninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 12:00 Frá undirritun samninganna í byrjun mánaðarins. vísir/vilhelm Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04