Mesta óánægjan með Sigríði og Bjarna en Lilja vinsælust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 15:29 Flestir eru ánægðir með störf Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs. Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs.
Alþingi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira