Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 16:30 Frá jarðarför fórnarlamba árásanna. AP/Gemunu Amarasinghe Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06