Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Starfsmenn Hallgrímskirkju fá loksins kaffistofu, organistar skrifstofu og ný lyfta sem leysa mun þá gömlu af hólmi verður bæði hraðskreiðari og öruggari. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í kirkjunni sem að miklu leiti eru fjármagnaðar með aðgangseyri sem gestir greiða til að fara upp í turninn. Í 50 ár hefur sama lyftan komið fólki upp og niður Hallgrímskirkjuturn en nú á að breyta og koma upp nýrri og betri lyftu líkt og greint var frá fyrir páska. En það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýja lyftu sem standa yfir, en síðan kirkjan var tekin í notkun hefur önnur hæð hennar aldrei verið kláruð og hefur að mestu verið notuð sem geymsla. „Við erum að innrétta hérna skrifstofurými annars vegar fyrir organistana og hins vegar starfsmannaaðstöðu. Löngu tímabært,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Framkvæmdir eru bara að hefjast og það verður unnið allan sólarhringinn núna þangað til 27. maí, þá reiknum við með að framkvæmdum ljúki og vonandi gengur það allt eftir,“ segir Sigríður og vísar þar til framkvæmda vegna nýju lyftunnar en lokað er upp í turninn á meðan þær standa yfir. „Við erum að gera breytingar á öllum hæðum, við erum að gera sem sagt brunahólf á öllum hæðum á milli lyftu og björgunarstigans,“ bætir hún við, en aðspurð segir hún að undirbúningur að bættum brunavörnum hafi staðið yfir síðan nokkru áður en Notre Dame-dómkirkjan í París brann á dögunum. Nýja lyftan verður bæði hraðskreiðari og öryggari. „Gamla lyftan var þannig að þú gast fests upp á hæðunum. Við höfum eiginlega ekki getað notað hæðirnar almennilega undanfarin ár á meðan það er svona mikill fólksfjöldi vegna þess að þú kemst ekki niður, hún er alltaf full. Þannig að nýja lyftan verður með svona VIP-takka, þannig að hún kemur ekki full þannig að þú kemst aftur niður ef að þú ert kominn upp á hæð.“ Áætlaður kostnaður við nýju lyftuna er um 40 milljónir en þeir um það bil 300 þúsund gestir sem heimsækja kirkjuna árlega greiða hver og einn þúsund krónur til að fara upp í turninn. Þessar tekjur nýtast vel til að standa straum af kostnaði við framkvæmdirnar að sögn Sigríðar. „Það eru þær sem gera okkur þetta kleift, og kannski líka kalla eftir þörfinni.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira