Arion sendir frá sér afkomuviðvörun vegna Valitor-dóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 18:57 Valitor er í söluferli. Fréttablaðið/Eyþór Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. Greiðslukortafyrirtækið Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. „Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms í máli gegn Valitor verða áhrif óreglulegra liða á afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 neikvæð um samtals 1,2 milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. „Í samstæðureikningi Arion banka er Valitor flokkað sem starfsemi til sölu. Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að dómurinn muni ekki hafa áhrif á söluferli Valitor auk þess sem að áhrif dómsins á afkomu bankans séu áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við þetta mál. „Um óreglulega liði er að ræða sem hafa ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað Arion banka og eru fjárhagsleg markmið bankans til næstu 3-5 ára óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. Greiðslukortafyrirtækið Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. „Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms í máli gegn Valitor verða áhrif óreglulegra liða á afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 neikvæð um samtals 1,2 milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. „Í samstæðureikningi Arion banka er Valitor flokkað sem starfsemi til sölu. Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að dómurinn muni ekki hafa áhrif á söluferli Valitor auk þess sem að áhrif dómsins á afkomu bankans séu áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við þetta mál. „Um óreglulega liði er að ræða sem hafa ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað Arion banka og eru fjárhagsleg markmið bankans til næstu 3-5 ára óbreytt,“ segir í tilkynningunni.
Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48
Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12