Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 16:21 Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í nýjustu James Bond kvikmyndinni. Getty/Jemal Countess Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira