Mikill munur á verði matvöru netverslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:00 Nettó reyndist oftast vera með lægsta verðið í athugun Fréttablaðsins. Fréttablaðið/Pjetur Það getur verið tæplega 200 prósenta verðmunur á milli verslana með matvöru á netinu hér á landi. Samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins reyndist netmatvöruverslunin Boxið oftast með hæsta verðið en oftast munar tiltölulega litlu á verði Heimkaupa og Nettó. Að kaupa í matinn á netinu hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi þó að markaðurinn sé heldur nýr af nálinni og enn að slíta barnsskónum ef svo má segja. Hagkaup gerði tilraunir með netverslun en hún virðist hafa lagst af en Boxið hóf innreið sína á þennan markað haustið 2016. Um ári síðar hleypti Nettó sinni netverslun af stokkunum í gegnum markaðstorgið aha.is og Heimkaup.is, stærsta netverslun landsins, hefur svo komið sterk inn undanfarið. Verð á matvöru er áþekkt í netverslunum Heimkaupa og Nettó. Í samanburði Fréttablaðsins var Nettó þó oftar með lægra verð og fleiri vörur úr matarkörfu Fréttablaðsins fáanlegar þar. Einn af helstu kostum þess að kaupa matvöru á netinu er tímasparnaðurinn sem felst í því að losna við búðarferðina sjálfa og svo er hægt að fá vörunum ekið heim að dyrum gegn gjaldi en ef verslað er fyrir meira en tiltekna upphæð býðst frí heim sending á höfuðborgarsvæðinu. Þessi upphæð er mismunandi milli verslana. Heimkaup býður best, eða fría heimsendingu á öllum pöntunum yfir 4.900 krónum. Boxið býður upp á fría heimsendingu á pöntunum yfir 10 þúsund en Nettó 15 þúsund. Vörukarfa Fréttablaðsins byggir á völdum vörum úr verðlagseftirliti ASÍ. Hefur blaðið notað þessa vörukörfu áður við verðkannanir hjá matvöruverslunum.Verðkönnunin var gerð að morgni þriðjudagsins 23. apríl. Sem dæmi má nefna að mestur er verðmunurinn á 415 gramma dós af bökuðum baunum frá Heinz sem er nærri þrefalt dýrari hjá Heimkaupum en í Nettó. Kílóverð af banönum er 56 prósentum hærra hjá Boxinu en bæði Nettó og Heimkaupum. Rúmlega 51 prósents munur er á lægsta kílóverði rauðra epla hjá Nettó og Heimkaupum, Nettó í vil. 500 grömm af óhrærðu MS Ísey skyri er 33 prósentum ódýrara hjá Nettó en Boxinu og þá munar ríflega 30 prósentum á lægsta kílóverðinu á fersku nautahakki. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir vöxtinn í verslun með matvöru á netinu hafa verið mikinn en samkeppnin sé það sömuleiðis. „Til þess að geta boðið samkeppnishæf verð flytjum við sjálf inn nánast allt nema innlendu framleiðsluvöruna. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að meðan birgjarnir fylla á stórmarkaðina, viðskiptavinirnir tína til vörurnar, setja þær í poka og keyra þær sjálfir heim, þá gerum við þetta allt saman fyrir fólk og innifalið í verðinu.“ Þeir sem binda vonir við að lágverðsverslanir á borð við Bónus ætli sér inn á netmarkaðinn á næstunni gætu þurft að bíða aðeins lengur. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir þennan verslunarmáta framtíðarinnar mikið hafa verið skoðaðan þar. „Eins og staðan er núna er þetta kostnaðarsamt. Við getum ekki tekið til vörur upp í pantanir á þeirri álagningu sem við erum að vinna á. Það er bara eitt verð í Bónus og við ætlum ekki að flækja þetta. En við höfum skoðað þetta vel og þetta mun í framtíðinni verða valkostur. Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Tækni Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Það getur verið tæplega 200 prósenta verðmunur á milli verslana með matvöru á netinu hér á landi. Samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins reyndist netmatvöruverslunin Boxið oftast með hæsta verðið en oftast munar tiltölulega litlu á verði Heimkaupa og Nettó. Að kaupa í matinn á netinu hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi þó að markaðurinn sé heldur nýr af nálinni og enn að slíta barnsskónum ef svo má segja. Hagkaup gerði tilraunir með netverslun en hún virðist hafa lagst af en Boxið hóf innreið sína á þennan markað haustið 2016. Um ári síðar hleypti Nettó sinni netverslun af stokkunum í gegnum markaðstorgið aha.is og Heimkaup.is, stærsta netverslun landsins, hefur svo komið sterk inn undanfarið. Verð á matvöru er áþekkt í netverslunum Heimkaupa og Nettó. Í samanburði Fréttablaðsins var Nettó þó oftar með lægra verð og fleiri vörur úr matarkörfu Fréttablaðsins fáanlegar þar. Einn af helstu kostum þess að kaupa matvöru á netinu er tímasparnaðurinn sem felst í því að losna við búðarferðina sjálfa og svo er hægt að fá vörunum ekið heim að dyrum gegn gjaldi en ef verslað er fyrir meira en tiltekna upphæð býðst frí heim sending á höfuðborgarsvæðinu. Þessi upphæð er mismunandi milli verslana. Heimkaup býður best, eða fría heimsendingu á öllum pöntunum yfir 4.900 krónum. Boxið býður upp á fría heimsendingu á pöntunum yfir 10 þúsund en Nettó 15 þúsund. Vörukarfa Fréttablaðsins byggir á völdum vörum úr verðlagseftirliti ASÍ. Hefur blaðið notað þessa vörukörfu áður við verðkannanir hjá matvöruverslunum.Verðkönnunin var gerð að morgni þriðjudagsins 23. apríl. Sem dæmi má nefna að mestur er verðmunurinn á 415 gramma dós af bökuðum baunum frá Heinz sem er nærri þrefalt dýrari hjá Heimkaupum en í Nettó. Kílóverð af banönum er 56 prósentum hærra hjá Boxinu en bæði Nettó og Heimkaupum. Rúmlega 51 prósents munur er á lægsta kílóverði rauðra epla hjá Nettó og Heimkaupum, Nettó í vil. 500 grömm af óhrærðu MS Ísey skyri er 33 prósentum ódýrara hjá Nettó en Boxinu og þá munar ríflega 30 prósentum á lægsta kílóverðinu á fersku nautahakki. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir vöxtinn í verslun með matvöru á netinu hafa verið mikinn en samkeppnin sé það sömuleiðis. „Til þess að geta boðið samkeppnishæf verð flytjum við sjálf inn nánast allt nema innlendu framleiðsluvöruna. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að meðan birgjarnir fylla á stórmarkaðina, viðskiptavinirnir tína til vörurnar, setja þær í poka og keyra þær sjálfir heim, þá gerum við þetta allt saman fyrir fólk og innifalið í verðinu.“ Þeir sem binda vonir við að lágverðsverslanir á borð við Bónus ætli sér inn á netmarkaðinn á næstunni gætu þurft að bíða aðeins lengur. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir þennan verslunarmáta framtíðarinnar mikið hafa verið skoðaðan þar. „Eins og staðan er núna er þetta kostnaðarsamt. Við getum ekki tekið til vörur upp í pantanir á þeirri álagningu sem við erum að vinna á. Það er bara eitt verð í Bónus og við ætlum ekki að flækja þetta. En við höfum skoðað þetta vel og þetta mun í framtíðinni verða valkostur.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Tækni Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent