Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2019 18:30 Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð. Efnahagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð.
Efnahagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira